Reiðkennsla/þjálfun

Góð uppskera af hestamannamóti með dygga aðstoðarkonu.

Hinrik Þór Sigurðsson útskrifaðist sem reiðkennari frá Háskólanum á Hólum í Hjaltadal árið 2003 og hefur starfað við reiðkennslu ásamt tamningum og þjálfun allar götur síðan.

Árin 2016-2021 var ég umsjónarmaður Reiðmannsins hjá Landbbúnaðarháskóla Íslands, og sinni jafnframt stöðu yfirþjálfara hjá Hestamannafélaginu Sörla í Hafnarfirði.

Reiðkennsla og þjálfun knapa á öllum stigum reiðmennsku hefur um árabil verið aðalstarf mitt.

Ég legg ríka áherslu á að tileinka mér og nemendum mínum skýr og góð gildi við þjálfun sína og hestanna með velferð hestsins að leiðarljósi.

Félög, hópar og einstaklingar geta bókað námskeið yfir lengri eða styttri tíma, helgarnámskeið eða staka reiðtíma.

Hægt er að leggja upp skipulagða þjálfun fyrir einstaklinga yfir tímabilið bæði við þjálfun og keppni blandaða af þjálfunartímum og viðtalstímum/samtölum.

Hinni hefur í um 20 ár starfað við reiðkennslu og þjálfun um allan heim með knapa á öllum stigum hestamennskunnar.

Hinni við kennslu í Svíþjóð
%d bloggers like this: