
Íslensk Reiðlist
Menntasetur hestamannsins
Bóklegir áfangar um reiðmennsku og hestahald.
Hver áfangi er kenndur þegar minnst 10 nemendur eru skráðir til þátttöku.
Íslensk reiðlist býður upp á bóklegt nám um hestamennsku, reiðmennsku og þjálfun á breiðum grunni fyrir alla hestamenn.
Öll kennsla fer fram í gegnum fjarfundarbúnað á Zoom, og nemendur fá senda glærupakka hvers tíma á tölvupósti. Hver kennslustund er um það bil 1,5 klst.
Áfangar í boði hjá íslenskri reiðlist:
- Grunnreiðmennska og þjálfun I: Grunnáfangi (samskipti) og grunnþjálfun knapa, gangtegundir. 5 kennslustundir
- Grunnreiðmennska og þjálfun II: þjálfunarstigin, skipulag þjálfunar og liðkandi/styrkjandi æfingar. 5 kennslustundir (undanfari Grunnreiðmennska og þjálfun I)
- Grunnreiðmennska og þjálfun III: Líkamsbeiting hestsins, misstyrkur, þjálfun í mismunandi formi. 5 kennslustundir (undanfari Grunnreiðmennska og þjálfun I og II)
- Grunnreiðmennska og þjálfun IV: Safnandi æfingar. 5 kennslustundir (undanfari Grunnreiðmennska og þjálfun I, II og III)
- Atferli og skynjun: Atferlisfræði 3 kennslustundir
- Þjálfunarlífeðlisfræði: Líkamsstarfssemi hestsins og áhrif þjálfunar, 3 kennslustundir
- Knapaþjálfun I (hugarþjálfun): Inngangur að hugarþjálfun, helstu atriði 3 kennslustundir
- Knapaþjálfun II (líkamleg þjálfun knapa/óháð áseta): Líkamsstjórn, jafnvægi, hreyfi- og styrktarþjálfun 5 kennslustundir (undanfari Knapaþjálfun I)
- Knapaþjálfun III (hugarþjálfun/ mental room): Hugarþjálfun í praktík 4 kennslustundir (undanfari Knapaþjálfun I og II)
- Fóðrun og hirðing: Grunnáfangi í fóðrun, fóðurþarfir og helstu næringarefni 3 kennslustundir
- Heilsufræði/hófhirða og járningar: Helstu sjúkdómar hrossa á húsi, einkenni, orsakir og meðferð. Hófhriða og járn. 4 kennslustundir
- Keppni undirbúningur, þátttaka og regluverk: Áfangi um þátttöku í keppni. 4 kennslustundir