Íslensk reiðlist

Náðu fram þínu allra besta þegar mest á reynir með sterkri bóklegri kunnáttu og þekkingu.

Íslensk Reiðlist

Menntasetur hestamannsins

Bóklegir áfangar um reiðmennsku og hestahald.

Hver áfangi er kenndur þegar minnst 10 nemendur eru skráðir til þátttöku.

Íslensk reiðlist býður upp á bóklegt nám um hestamennsku, reiðmennsku og þjálfun á breiðum grunni fyrir alla hestamenn.

Öll kennsla fer fram í gegnum fjarfundarbúnað á Zoom, og nemendur fá senda glærupakka hvers tíma á tölvupósti. Hver kennslustund er um það bil 1,5 klst.

Áfangar í boði hjá íslenskri reiðlist:

  • Grunnreiðmennska og þjálfun I: Grunnáfangi (samskipti) og grunnþjálfun knapa, gangtegundir. 5 kennslustundir
  • Grunnreiðmennska og þjálfun II: þjálfunarstigin, skipulag þjálfunar og liðkandi/styrkjandi æfingar. 5 kennslustundir (undanfari Grunnreiðmennska og þjálfun I)
  • Grunnreiðmennska og þjálfun III: Líkamsbeiting hestsins, misstyrkur, þjálfun í mismunandi formi. 5 kennslustundir (undanfari Grunnreiðmennska og þjálfun I og II)
  • Grunnreiðmennska og þjálfun IV: Safnandi æfingar. 5 kennslustundir (undanfari Grunnreiðmennska og þjálfun I, II og III)
  • Atferli og skynjun: Atferlisfræði 3 kennslustundir
  • Þjálfunarlífeðlisfræði: Líkamsstarfssemi hestsins og áhrif þjálfunar, 3 kennslustundir
  • Knapaþjálfun I (hugarþjálfun): Inngangur að hugarþjálfun, helstu atriði 3 kennslustundir
  • Knapaþjálfun II (líkamleg þjálfun knapa/óháð áseta): Líkamsstjórn, jafnvægi, hreyfi- og styrktarþjálfun 5 kennslustundir (undanfari Knapaþjálfun I)
  • Knapaþjálfun III (hugarþjálfun/ mental room): Hugarþjálfun í praktík 4 kennslustundir (undanfari Knapaþjálfun I og II)
  • Fóðrun og hirðing: Grunnáfangi í fóðrun, fóðurþarfir og helstu næringarefni 3 kennslustundir
  • Heilsufræði/hófhirða og járningar: Helstu sjúkdómar hrossa á húsi, einkenni, orsakir og meðferð. Hófhriða og járn. 4 kennslustundir
  • Keppni undirbúningur, þátttaka og regluverk: Áfangi um þátttöku í keppni. 4 kennslustundir


%d bloggers like this: