Fyrirlestrar

Fyrirlestur í undirbúningi haustið 2019

Hinrik Sigurðsson, reiðkennari og þjálfari ÍSÍ með hugarþjálfun sem sérsvið.

  • Hef ég getu og hæfileika til þess að ná árangri en á erfitt með að ná fram mínu albesta þegar á reynir?
  • Hvað stjórnar því að ég geri svona en ekki hinsegin? Sérstaklega í aðstæðum sem krefjast mikils af mér?
  • Get ég breytt því hvaða ákvarðanir ég tek og aðgerðum mínum í stressandi aðstæðum?
  • Gengur mér vel ef mér líður vel? Svar JÁ

Hinrik Sigurðsson heldur fyrirlestra, námskeið og vinnustofur um mikilvægi hugarfarsþjálfunar og gefur góð ráð og verkfæri til þess að bæta árangur með réttu hugarfari.
Hann talar um jákvæð samskipti, líkamstjáningu, stjórnun á stemningu, viðhorf og mikilvægi þess að búa til réttar forsendur til þess að ná árangri. Allt til þess að hver einstaklingur geti fundið sér markmið við hæfi, hvernig hann/hún getur unnið markvisst að því að ná þeim og hvað þarf til.
Hinni hefur starfað sem reiðkennari í fjölda ára víða um heim, er þjálfari innan ÍSÍ og handboltaþjálfari og hefur sérstakan áhuga á hugarþjálfun og heldur námskeið og fyrirlestra um efnið hjá íþróttafélögum, fyrirtækjum og ýmsum hópum.
Hinni hefur starfað víða um heim, og komið að fyrirlestrum á stórum ráðstefnum td. í hestamennskuheiminum í Svíþjóð, unnið með fjölda fyrirtækja á Íslandi og erlendis og þjálfurum íþróttaliða í mismunandi keppnisgreinum.

Dæmi um efni fyrirlestra fyrir ólíka hópa:


Leiðtogaþjálfun:
Spjall við þjálfara íþróttaliða, kennara, stjórnendur á vinnustöðum og fleira.
Grunnstefið í þessum fyrirlestri er hvernig ólíkir einstaklingar taka við upplýsingum, og hvernig sá sem miðlar upplýsingum tileinkar sér mismunandi hátt að miðla þeim til ólíkra einstaklinga.
Í stuttu máli skiptumst við í þrjár ólíkar týpur, einstaklingar sem taka við sjónrænt, einstaklingar sem taka við heyrnrænt, og þeir sem taka við með tilfinningu (finna). Þessar mismunandi týpur hafa ólíkar þarfir þegar upplýsingum er miðlað til þeirra til þess að geta tileinkað sér upplýsingarnar.


Einnig er hollt að fá skilning á því hvernig hægt er að bæta einstaklingssamband við starfsmann/iðkanda eða vinnufélaga með því að skilja þessar mismunandi týpur.

Hugarþjálfun, (að vera upp á sitt albesta þegar á reynir)
Grunnstefið er að hver einstaklingur getur unnið með sína styrkleika og veikleika. Lærir á sjálfan sig í mismunandi aðstæðum. Lærir að höndla streitu/stress og taka stjórn á viðbrögðum sínum í mismunandi aðstæðum. Þetta er mjög vinsæll fyrirlestur hjá starfsmannahópum, íþróttafélögum og fleira og passar blönduðum hópi mjög vel.

Vinnustofa með starfsmönnum fyrirtækja:
Unnið er með starfsanda á vinnustað, markmið fyrirtækisins kynnt fyrir starfsfólki, aðstoð við að koma til dæmis breytingum á starfsumhverfi á framfæri við starfsmenn og svo framvegis. Þarna er bæði unnið náið með stjórnendum, og svo geta verið hópsamtöl og einstaklingssamtöl með starfsmönnum þegar við á og þurfa þykir. Markmiðið er að hver starfsmaður geti á góðan hátt tileinkað sér þær breytingar eða starfshætti sem verið er að vinna að og að hver á sinn hátt fái að vaxa inn í starfsumhverfið.

Hafið endilega samband og fáið frekari upplýsingar, og við sníðum verkefnin eftir óskum ykkar fyrirtækis/hóps.

%d bloggers like this: