Ég eða það sem ég geri?

Segir frammistaðan mín endilega eitthvað um mig sem manneskju??? Ég hef gengið í gegnum ýmis tímabil í hestamennskunni minni (og ég veit fyrir víst að sama gildir um allar íþróttir) með hæðum og lægðum þegar kemur að árangri í keppni. Það sem ég vill sérstaklega nefna er þegar ég upplifi að ég er á mjög góðu róli í minni iðkun. Reiðmennskan er góð, ég æfi vel og upplifi mig á góðum stað í þjálfun og undirbúning en svo þegar á völlinn er komið er ég að tapa fyrir knöpum og hestum sem ég tel að ég eigi klárlega að vinna. Ég tel mig og minn hest betri en svo að ég eigi að tapa fyrir knöpum sem eru að vinna mig. Mér gengur vel, reiðmennskan er góð en niðurstöður á mótunum ljúga ekki. Úrslitin eru skýr. Ég er ekki að ná fram mínu besta þegar á reynir, langt því frá. Hvað veldur? Áhugavert að skoða það því ég þykist nokkuð viss um að einhverjir fleiri þekki þessa tilfinningu. Það er einkum tvennt sem ég vill nefna og hefur gjörbreytt því hvernig ég lít á þetta og hefur þar með breytt frammistöðu minni gríðarlega á stundum sem á reynir. Í fyrsta lagi: Eitt það mikilvægasta sem maður þarf að læra er að gera greinarmun á sjálfum sér og frammistöðu sinni. Það er að segja, það er algengt að fólk tengi einstaka frammistöðu við sig sem persónu. Það ”leggur sjálft sig að veði” og samtvinnar sína persónu við útkomuna. Gerir sig einfaldlega háð einhverri niðurstöðu eða úrslitum. Heimurinn hrynur fyrir manni eftir frammistöðu undir væntingum 🤷‍♂️Þetta hefur verið alveg gríðarlega mikilvæg lexía fyrir mig, að læra að halda frammistöðu minni á einu sviði algjörlega frá mér sem persónu. Í öðru lagi: Þeir sem sigra oft, eða sýna alltaf það sem öðrum þykir framúrskarandi árangur, málið er að þessir upplifa sig alls ekki þannig að þeir séu alltaf að brillera. Þvert á móti, í kannski 5 leikjum af 10 eru þeir bara frekar lélegir að eigin mati, 3 ágætir og 2 frábærir. Það sem þessir einstaklingar gera er að gera bara nóg til þess að vinna, eru ekki alltaf að elta einhverja fullkomnun sem síðan bitnar á sjálfstrausti og þeirra leik, þeir bara gera nóg til þess að vinna. Það er algengt að maður sé að eyða svakalegum tíma í að æfa atriði sem eiga að verða svo fín og flott, en gleymir heildarmyndinni á meðan. Þ.e atriði sem litlu skila þegar á hólminn er komið. Elta fullkomnun sem er svo afstæð. Þessi tvö atriði er gaman að velta fyrir sér hjá hverjum einstaklingi sem er að leggja sig fram. Skoðið það 😊

Samtalstímar/Ráðgjöf

Hinni og Tíbrá frá Silfurmýri stórvinkona hans í léttri sveiflu á keppnisvelli Sörla

Það gleður mig heilmikið að tilkynna að fimmtudaginn 19. mars næstkomandi býð ég í samstarfi við hestamannafélagið Sörla upp á einkatíma í ráðgjöf um hugarþjálfun fyrir hestamenn.

Tímarnir fara fram í fundaraðstöðunni á 2. hæð á Sörlastöðum.

Fimmtudagur 19. mars næstkomandi og að jafnaði einu sinni í mánuði fram í maí.

Hugarþjálfun- Samtal- Ráðgjöf
Byggt á námskeiðinu „Reiðmennska í huganum“ sem Hinni hefur haldið í samstarfi við LBHÍ.

Hinrik Þór Sigurðsson starfar sem reiðkennari og ráðgjafi í hugarþjálfun.

Hann heldur námskeið og fyrirlestra um hugarþjálfun í íþróttum og á hinum ýmsu vinnustöðum.

  • Setja upp markmið
  • Frammistöðustress/keppniskvíði
  • Nærðu ekki fram þínu besta þegar á reynir?
  • Hræðsla
  • Vantar þig hjálp við að skipuleggja þjálfun og /eða keppni?
  • Viltu vinna með sjálfstraust?
  • Viltu ræða þjálfun, reiðmennsku eða vinna með þín eigin gildi sem hestamaður?
  • Vantar þig nýtt álit, eða nýtt sjónarhorn á einhvert vandamál sem þú glímir við?


Það er alveg ótrúlegt hvað er hægt að gera í því að verða betri knapi þó svo að hesturinn sé hvergi nálægur, og ég vill fullyrða að stærsti hluti vinnunnar við það að verða fær hestamaður fer fram í huganum frekar en endilega í hnakknum alltaf.
Í vetur mun Hinni bjóða upp á samtalstíma fyrir hestafólk þar sem hann veitir rágjöf um það sem lítur að þjálfun knapa og hests. Ef þig vantar ráð, stuðning eða bara að ræða hestamennskuna þína og kasta hugmyndum á milli er þetta kjörinn vettvangur.
Að sitja og ræða málin í ró og næði eru aðstæður þar sem hægt er að kafa dýpra í þá hluti sem ræddir eru án þess að vera úti í reiðsal með hestinn og jafnvel fleiri knapa, og því oft auðveldara að skipuleggja þjálfunartímana með þau mál í huga sem verið að glíma við hverju sinni.
Hvort sem um ræðir að þjálfa hugann, bæta færni sína sem knapi, samskipti við hestinn eða eiginleg þjálfun hestsins vinnum við saman að því að iðkandinn fái praktísk verkfæri og æfingar með sér að nýta í sinni hestamennsku og ekki síst hvatningu og innblástur.
Einn samtalstími er 50 mínútur og öll samtöl fara að sjálfssögðu fram í fullum trúnaði.

Tímar í boði þann 19 mars:

17:00, 17:50, 18:40, 19:30 og 20:20
Upplýsingar og tímabókun
Hinrik Þór Sigurðsson
Tel: 695 9770
hinriksigurdsson@gmail.com eða

Hinrik Sigurðsson þjálfun og uppbygging til árangurs á Facebook

Hlakka til að hitta þig og hjálpa til Hinni Sig 🙂

Podcastþáttaka

Podcast er frábært format til þess að læra allskonar skemmtilegt 🙂

Á síðustu misserum hafa komið nokkrar fyrirspurnir um þátttöku í hlaðvörpum um hin ýmsu efni tengdu hugarþjálfun, leiðtogahlutverki, þjálfun og því sem ég hef áhuga á og er að vinna með.

Hér eru tenglar á tvo skemmtilega þætti á íslensku og sænsku sem ég tók þátt í.

Annars vegar The M-talk með Daniel Magnusson og svo eru það hestastelpurnar í Fjórtakti sem tóku viðtal við mig síðastliðið haust um hugarþjálfun fyrir hestamenn.

Jag får ibland frågor om medverkan i poddar av olika slag om mental träning, ledarskap, coachning och flera roligt som jag brinner för.

I länkarna här finns det två avsnitt som jag medverkat i, ett på isländska och ett på svenska.

Det är The M-talk med Daniel Magnusson som pratar med mig och Andreas Gustafsson om företagande, ledarskap och flera roligt. Sedan finns det ett avsnitt på isländska i en podcast som heter Fjórtaktur och handlar om hästar och ridning. Där fick jag prata om två stora favoritämnen tillsammans, ridning och mental träning.

Þórður húsvörður…

Þórður húsvörður 🗝🔑🚫
…eða hvað sem við kjósum að kalla hann.

Hann er húsvörður sem býr inn í hausnum á okkur öllum, hann er með skrifstofu og skjalasafn þar sem hann safnar öllu saman sem við skynjum og upplifum í gegnum ævina.
Á skrifborðinu sínu er hann með hljóðnema og hátalara og stórt takkaborð.
Hann fylgist með öllu sem við gerum og hugsum og passar upp á að við gerum.
Ef við löbbum yfir götu, hann skynjar að það sé að koma bíll kallar hann í hljóðnemann BÍLL!!!! og við pössum okkur.
Hans hlutverk er að halda okkur öruggum og halda okkur innan þess ramma sem hann þekkir.

Hann passar alveg svakalega vel uppá að við gerum ekkert sem hann þekkir ekki, og kann ekki, og er með heljargóð verkfæri til þess að stjórna okkur.

Ef við fáum til dæmis þá fáránlegu hugmynd að segja upp í vinnunni og láta á það reyna að opna fyrirtækið sem okkur hefur dreymt um þá byrjar hann á því að kveikja á hljóðnemanum og tala við okkur og reyna að sannfæra okkur um að þetta sé ekki kannski alveg….
Svo ef hann finnur að við ætlum ekki að hlusta þá fer hann á takkaborðið og byrjar að ýta á takka og toga í handföng og ýmislegt til að framkalla líkamlega tilfinningu um það sem hann sagði rétt áðan, býr til örari hjartslátt, kvíðatilfinningu og jafnvel illt í magann.
Svo ef það vill svo ólíklega til að við séum ekki hætt við að fara út úr þægindarammanum hans Þórðar þá kemur sterkasta og illvígasta vopnið hans fram. Þá fer hann í skjalasafnið og dregur upp myndir af öllu sem mögulega gæti farið úrskeiðis og sýnir okkur þær, hann spilar upp verstu mögulegu útkomu aftur og aftur til þess að sýna hvaða vitlausa hugmynd þetta var.

Flest okkar hætta við þegar hann talar í hljóðnemann, það dugar honum oftast.
Málið er að Þórður er ekki alveg fullkominn starfsmaður frekar en hver annar.
Hann er með tvo galla sem við þurfum að vera meðvituð um og læra að umgangast.
Hans aðalhlutverk er að halda okkur á lífi, þ.e. hann á að bregðast við til þess að bjarga okkur úr lífshættu og er þrælæfður í því. Hann bara bregst eiginlega alltaf eins við öllu, hann kann ekki að gera greinarmun á aðstæðum alltaf.

Svo er það nefnilega þannig að það er létt að plata hann.

Hann skilur ekki muninn á ímyndun og veruleika okkar. Ef við spilum upp mynd fyrir hann þá setur hann þessa mynd í skjalasafnið sitt og dregur fram þegar hann heldur að þurfi.
Þá er alveg sama hvort sú mynd sé ímyndun eða raunveruleg.
Með þessu getum við í rauninni fyllt á skjalasafnið með myndum sem gagnast okkur mun betur en þær sem myndu skemma fyrir.
Við erum oft gjörn á að kalla fram myndir af því sem við viljum ekki að gerist, og Þórður safnar þeim saman og dregur fram þegar við á.

Góð hugarþjálfun snýst um að framkalla hinar, þær sem við viljum hafa og gera raunverulegt gagn fyrir okkur. Og þar með að búa okkur til betri forsendur til þess að takast á við aðstæður.

Við þurfum líka að vera ansi dugleg að æfa okkur í því að framkvæma hluti sem Þórður húsvörður reynir að sannfæra okkur um að séu ekki kannski alveg….
En ekki segja upp öll í einu, það var bara eitt af dæmunum 🙂

Myndin er tekin af logandi smeykum pabba að byrja í fæðingarorlofi með Þórð húsvörð að hrópa allt sem mögulega gæti klikkað, en það gekk bara ljómandi vel og barnið kom heilt út úr þeim frábæra tíma og pabbinn enn betri….

Get out of your comfort zone.👊🧠
Rock on

Hvað er hugarþjálfun?

Hugarþjálfun stundum við öll, vissulega meira eða minna meðvitað. Öll sjáum við fyrir okkur þær aðstæður sem við erum á leið að mæta, hvort sem það er að mæta í atvinnuviðtal, fara í keppnisleik eða bara hitta góðan vin.
Fyrirfram gerir maður sér upp myndir af því sem maður er á leiðinni að gera og ímyndar sér útkomu.

Ansi oft verður það samt þannig að við ímyndum okkur það sem maður vill ekki að gerist.

Smá dæmi: Skíðamaður er að fara af stað niður bratta brekku og hugsar með sér “ég vona að ég detti ekki”. Myndin sem birtist innra með þessum einstaklingi er einmitt sú, þ.e. hann sér fyrir sér hvernig hann liggur í miðri brekkunni eftir fallið ekki satt?

Ef þú hugsar í staðinn eitthvað í þessa veru: “ég vill halda jafnvæginu alla leið yfir marklínuna” framkallar maður mynd innra með sér þar sem maður stendur alla leið og kemur í mark.

Hugarþjálfun snýst í stuttu máli um að ná stjórn á þeim myndum sem við framköllum innra með okkur af þeim verkefnum sem framundan eru, og þar með stilla hugarfarið inn á verkefnið á réttan hátt.

Auðvitað er hugtakið mun flóknara en svo, og ég mun í rólegheitunum setja hér inn greinar og allskonar skemmtilegt til þess að kafa dýpra í þetta stóráhugaverða efni sem hugarfarsþjálfun og sjálfstyrking er.