Fréttir/tilkynningar

Flugstart á vetrarþjálfunina-sýnikennsla  í staðkennslu og í streymi
 
Hinrik Sigurðsson-íslensk reiðlist í samstarfi við fræðslunefnd hestamannafélagsins Sörla standa fyrir kennslusýningu í reiðhöllinni á Sörlastöðum í Hafnarfirði fimmtudagskvöldið 15. desember klukkan 19:30.
 
Sjá viðburðarlýsingu á Facebook hér
 
Sýnikennslan er byggð á vinsælli seríu fyrirlestra, Grunnreiðmennska og þjálfun I, II & III þar sem Hinni fer yfir grunnþjálfun hests og knapa á skipulegan og skilmerkilegan hátt með sinni skemmtilegu nálgun á viðfangsefnið.
Farið verður yfir þjálfun ungra hrossa, uppbygging reið- og keppnishestsins ásamt nálgun á hugarfarsþjálfun knapans.
 
Það er tilvalið á aðventunni þegar hestamennskan er að fara á fullan skrið að kíkja á sýnikennslu, sækja innblástur og hitta hestafólk, setja sér markmið og fá verkfæri að vinna með inn í veturinn.
 
Á sýningunni verður einnig boðið upp á streymismöguleika, svo hægt er að skrá sig hvaðan sem er af landinu og fylgjast með sýnikennslunni heima í sófa í beinu streymi.
 
Skráning fer fram hjá hinriksigurdsson@gmail.com eða pm á Facebooksíðunni Hinrik Sigurðsson-íslensk reiðlist.

Verð: 2500 kr.
Verið velkomin í Fjörðinn
Hinni Sig og fræðslunefnd Sörla

Þá er komið að næsta tíma í fyrirlestraröð minni um reiðmennsku og þjálfun.
Að þessu sinni beinum við sjónum okkar að því að skoða atferli hestsins og skynjun.


Hvað er það í náttúrulegu eðli hestsins sem gerir hann heppilegan að temja?

Af hverju bregst hesturinn við á þann hátt sem hann gerir?

Hvernig hjálpar það knapa við tamningar að þekkja inn á atferli hestsins?Að búa til samband við hest sinn og ná árangri við þjálfun hans snýst mikið um að knapinn geti gert sig skiljanlegan og haft góð samskipti við hestinn.

Til þess að svo megi verða er algjört lykilatriði að knapinn skilji náttúrulegt eðli, skynjun, hegðun og viðbrögð hestsins sem allra best.
Það hlýtur að vera metnaður hvers hestamanns að geta sett sig í spor hestsins við þjálfun hans og geta í raun “hugsað eins og hestur”.

Tíminn fer fram á fyrirlestrarformi gegnum Zoom og er miðvikudaginn 26. janúar kl. 19:30 og skráning fer fram á hinriksigurdsson@gmail.com eða á skilaboðum á Facebook síðu minni Hinrik Sigurðsson-Íslensk reiðlist.
Verð: 2500 kr.

Hjartanlega velkomin
Hinni Sig
Íslensk reiðlist

 

%d bloggers like this: