Stakir einkatímar

Einkatími í

Reiðmennsku

Einkatími í

Hugarþjálfun

Keppnis

Undirbúningur

Um kennara

Hinrik Þór Sigurðsson útskrifaðist sem reiðkennari frá Háskólanum á Hólum í Hjaltadal árið 2003 og hefur starfað við reiðkennslu ásamt tamningum og þjálfun allar götur síðan.

Árin 2016-2021 var ég umsjónarmaður Reiðmannsins hjá Landbbúnaðarháskóla Íslands, og sinni jafnframt stöðu yfirþjálfara hjá Hestamannafélaginu Sörla í Hafnarfirði.

Reiðkennsla og þjálfun knapa á öllum stigum reiðmennsku hefur um árabil verið aðalstarf mitt.

Ég legg ríka áherslu á að tileinka mér og nemendum mínum skýr og góð gildi við þjálfun sína og hestanna með velferð hestsins að leiðarljósi.

Félög, hópar og einstaklingar geta bókað námskeið yfir lengri eða styttri tíma, helgarnámskeið eða staka reiðtíma.

Hægt er að leggja upp skipulagða þjálfun fyrir einstaklinga yfir tímabilið bæði við þjálfun og keppni blandaða af þjálfunartímum og viðtalstímum/samtölum.

 

Hinni hefur í um 20 ár starfað við reiðkennslu og þjálfun um allan heim með knapa á öllum stigum hestamennskunnar.

Hvað er í boði?

Reiðtími

í stökum Einkatímum er farið yfir vandamál og gerum lagfæringar… 

Reiðtímar eru á _____dögum og ____dögum milli 18:00 og 22:00 bókaðu tíma hér að neðan.

Hugarþjálfun

í hugarþjálfun förum við yfir íþróttina/greinina þína og förum yfir æfingar og fleira um hugarþjálfun.

Oft er hausinn það eina sem er að stoppa þig.

Keppnis undirbúningur

Aðstoð og ráðgjöf inn í keppnistímabilið? 

Hjálp við að skipuleggja þjálfun á reiðhestinum?

Greining og aðstoð við framhaldið? 

Nú er keppnistímabilið komið á fulla ferð og mikið líf í hestamennskunni.

Hjá mér getur þú fengið góða aðstoð í undirbúningi þínum fyrir keppni,  ráðgjöf við þjálfun hests og knapa, þjálfun á hugarfarstengdum atriðum fyrir eða á mótum, markmiðasetningu og fleira. 

Óháð staðsetningu

Knapar á öllum stigum reiðmennskunnar

Ég býð upp á að hægt er að senda inn myndband af hestinum og knapa (15-20 myndband) hvort sem er í þjálfun eða keppni. 

Í kjölfarið er viðtal (Teams eða Zoom) 30 mín. og farið yfir þau atriði sem fram koma á myndbandinu. 

Þetta er frábær leið til þess að fara vel yfir stöðuna á hesti og knapa,  setja upp markmið í þjálfun, fá aðstoð við að slípa prógrammið fyrir keppni, skipuleggja upphitun eða fá hugarþjálfun fyrir knapa. 

Hægt er að bóka aðstoð frá einu skipti upp í reglulega greiningu og aðstoð yfir keppnistímabilið. 

Einnig er í boði að bóka einungis viðtal á Teams eða Zoom.

Verið velkomin að hafa samband, 

Hinni Sig. 

Reiðkennari og ráðgjafi í hugarþjálfun

Sviðsstjóri afreks- og mótamála hjá LH

 

Frekari upplýsingar um þessa þjónustu hjá hinriksigurdsson@gmail.com

Endilega fylgdu mér á samfélagsmiðlum hér að neðan.

%d