Samtalstímar/Ráðgjöf

Hinni og Tíbrá frá Silfurmýri stórvinkona hans í léttri sveiflu á keppnisvelli Sörla

Það gleður mig heilmikið að tilkynna að fimmtudaginn 19. mars næstkomandi býð ég í samstarfi við hestamannafélagið Sörla upp á einkatíma í ráðgjöf um hugarþjálfun fyrir hestamenn.

Tímarnir fara fram í fundaraðstöðunni á 2. hæð á Sörlastöðum.

Fimmtudagur 19. mars næstkomandi og að jafnaði einu sinni í mánuði fram í maí.

Hugarþjálfun- Samtal- Ráðgjöf
Byggt á námskeiðinu „Reiðmennska í huganum“ sem Hinni hefur haldið í samstarfi við LBHÍ.

Hinrik Þór Sigurðsson starfar sem reiðkennari og ráðgjafi í hugarþjálfun.

Hann heldur námskeið og fyrirlestra um hugarþjálfun í íþróttum og á hinum ýmsu vinnustöðum.

  • Setja upp markmið
  • Frammistöðustress/keppniskvíði
  • Nærðu ekki fram þínu besta þegar á reynir?
  • Hræðsla
  • Vantar þig hjálp við að skipuleggja þjálfun og /eða keppni?
  • Viltu vinna með sjálfstraust?
  • Viltu ræða þjálfun, reiðmennsku eða vinna með þín eigin gildi sem hestamaður?
  • Vantar þig nýtt álit, eða nýtt sjónarhorn á einhvert vandamál sem þú glímir við?


Það er alveg ótrúlegt hvað er hægt að gera í því að verða betri knapi þó svo að hesturinn sé hvergi nálægur, og ég vill fullyrða að stærsti hluti vinnunnar við það að verða fær hestamaður fer fram í huganum frekar en endilega í hnakknum alltaf.
Í vetur mun Hinni bjóða upp á samtalstíma fyrir hestafólk þar sem hann veitir rágjöf um það sem lítur að þjálfun knapa og hests. Ef þig vantar ráð, stuðning eða bara að ræða hestamennskuna þína og kasta hugmyndum á milli er þetta kjörinn vettvangur.
Að sitja og ræða málin í ró og næði eru aðstæður þar sem hægt er að kafa dýpra í þá hluti sem ræddir eru án þess að vera úti í reiðsal með hestinn og jafnvel fleiri knapa, og því oft auðveldara að skipuleggja þjálfunartímana með þau mál í huga sem verið að glíma við hverju sinni.
Hvort sem um ræðir að þjálfa hugann, bæta færni sína sem knapi, samskipti við hestinn eða eiginleg þjálfun hestsins vinnum við saman að því að iðkandinn fái praktísk verkfæri og æfingar með sér að nýta í sinni hestamennsku og ekki síst hvatningu og innblástur.
Einn samtalstími er 50 mínútur og öll samtöl fara að sjálfssögðu fram í fullum trúnaði.

Tímar í boði þann 19 mars:

17:00, 17:50, 18:40, 19:30 og 20:20
Upplýsingar og tímabókun
Hinrik Þór Sigurðsson
Tel: 695 9770
hinriksigurdsson@gmail.com eða

Hinrik Sigurðsson þjálfun og uppbygging til árangurs á Facebook

Hlakka til að hitta þig og hjálpa til Hinni Sig 🙂

Published by Hinrik Sigurðsson

Hinrik Sigurðsson Reiðkennari og rágjafi í hugarþjálfun

Leave a Reply

%d bloggers like this: