Þórður húsvörður…

Þórður húsvörður 🗝🔑🚫
…eða hvað sem við kjósum að kalla hann.

Hann er húsvörður sem býr inn í hausnum á okkur öllum, hann er með skrifstofu og skjalasafn þar sem hann safnar öllu saman sem við skynjum og upplifum í gegnum ævina.
Á skrifborðinu sínu er hann með hljóðnema og hátalara og stórt takkaborð.
Hann fylgist með öllu sem við gerum og hugsum og passar upp á að við gerum.
Ef við löbbum yfir götu, hann skynjar að það sé að koma bíll kallar hann í hljóðnemann BÍLL!!!! og við pössum okkur.
Hans hlutverk er að halda okkur öruggum og halda okkur innan þess ramma sem hann þekkir.

Hann passar alveg svakalega vel uppá að við gerum ekkert sem hann þekkir ekki, og kann ekki, og er með heljargóð verkfæri til þess að stjórna okkur.

Ef við fáum til dæmis þá fáránlegu hugmynd að segja upp í vinnunni og láta á það reyna að opna fyrirtækið sem okkur hefur dreymt um þá byrjar hann á því að kveikja á hljóðnemanum og tala við okkur og reyna að sannfæra okkur um að þetta sé ekki kannski alveg….
Svo ef hann finnur að við ætlum ekki að hlusta þá fer hann á takkaborðið og byrjar að ýta á takka og toga í handföng og ýmislegt til að framkalla líkamlega tilfinningu um það sem hann sagði rétt áðan, býr til örari hjartslátt, kvíðatilfinningu og jafnvel illt í magann.
Svo ef það vill svo ólíklega til að við séum ekki hætt við að fara út úr þægindarammanum hans Þórðar þá kemur sterkasta og illvígasta vopnið hans fram. Þá fer hann í skjalasafnið og dregur upp myndir af öllu sem mögulega gæti farið úrskeiðis og sýnir okkur þær, hann spilar upp verstu mögulegu útkomu aftur og aftur til þess að sýna hvaða vitlausa hugmynd þetta var.

Flest okkar hætta við þegar hann talar í hljóðnemann, það dugar honum oftast.
Málið er að Þórður er ekki alveg fullkominn starfsmaður frekar en hver annar.
Hann er með tvo galla sem við þurfum að vera meðvituð um og læra að umgangast.
Hans aðalhlutverk er að halda okkur á lífi, þ.e. hann á að bregðast við til þess að bjarga okkur úr lífshættu og er þrælæfður í því. Hann bara bregst eiginlega alltaf eins við öllu, hann kann ekki að gera greinarmun á aðstæðum alltaf.

Svo er það nefnilega þannig að það er létt að plata hann.

Hann skilur ekki muninn á ímyndun og veruleika okkar. Ef við spilum upp mynd fyrir hann þá setur hann þessa mynd í skjalasafnið sitt og dregur fram þegar hann heldur að þurfi.
Þá er alveg sama hvort sú mynd sé ímyndun eða raunveruleg.
Með þessu getum við í rauninni fyllt á skjalasafnið með myndum sem gagnast okkur mun betur en þær sem myndu skemma fyrir.
Við erum oft gjörn á að kalla fram myndir af því sem við viljum ekki að gerist, og Þórður safnar þeim saman og dregur fram þegar við á.

Góð hugarþjálfun snýst um að framkalla hinar, þær sem við viljum hafa og gera raunverulegt gagn fyrir okkur. Og þar með að búa okkur til betri forsendur til þess að takast á við aðstæður.

Við þurfum líka að vera ansi dugleg að æfa okkur í því að framkvæma hluti sem Þórður húsvörður reynir að sannfæra okkur um að séu ekki kannski alveg….
En ekki segja upp öll í einu, það var bara eitt af dæmunum 🙂

Myndin er tekin af logandi smeykum pabba að byrja í fæðingarorlofi með Þórð húsvörð að hrópa allt sem mögulega gæti klikkað, en það gekk bara ljómandi vel og barnið kom heilt út úr þeim frábæra tíma og pabbinn enn betri….

Get out of your comfort zone.👊🧠
Rock on

Published by Hinrik Sigurðsson

Hinrik Sigurðsson Reiðkennari og rágjafi í hugarþjálfun

Leave a Reply

%d bloggers like this: