Hvað er hugarþjálfun?

Hugarþjálfun stundum við öll, vissulega meira eða minna meðvitað. Öll sjáum við fyrir okkur þær aðstæður sem við erum á leið að mæta, hvort sem það er að mæta í atvinnuviðtal, fara í keppnisleik eða bara hitta góðan vin.
Fyrirfram gerir maður sér upp myndir af því sem maður er á leiðinni að gera og ímyndar sér útkomu.

Ansi oft verður það samt þannig að við ímyndum okkur það sem maður vill ekki að gerist.

Smá dæmi: Skíðamaður er að fara af stað niður bratta brekku og hugsar með sér “ég vona að ég detti ekki”. Myndin sem birtist innra með þessum einstaklingi er einmitt sú, þ.e. hann sér fyrir sér hvernig hann liggur í miðri brekkunni eftir fallið ekki satt?

Ef þú hugsar í staðinn eitthvað í þessa veru: “ég vill halda jafnvæginu alla leið yfir marklínuna” framkallar maður mynd innra með sér þar sem maður stendur alla leið og kemur í mark.

Hugarþjálfun snýst í stuttu máli um að ná stjórn á þeim myndum sem við framköllum innra með okkur af þeim verkefnum sem framundan eru, og þar með stilla hugarfarið inn á verkefnið á réttan hátt.

Auðvitað er hugtakið mun flóknara en svo, og ég mun í rólegheitunum setja hér inn greinar og allskonar skemmtilegt til þess að kafa dýpra í þetta stóráhugaverða efni sem hugarfarsþjálfun og sjálfstyrking er.

Published by Hinrik Sigurðsson

Hinrik Sigurðsson Reiðkennari og rágjafi í hugarþjálfun

Leave a Reply

%d bloggers like this: