Heim

Velkomin
Ert þú tilbúin(n) að vera upp á þitt besta þegar á reynir?

Um mig

Hinrik Þór Sigurðsson (Hinni) er reiðkennari hjá Íslenskri reiðlist og ráðgjafi í hugarþjálfun.

Ásamt því að sinna kennslu í reiðmennsku og þjálfun heldur hann eftirsótta fyrirlestra, námskeið og einstaklingsrágjöf fyrir alla sem vilja vinna með að styrkja hugarfar sitt hvort sem er í íþróttum, atvinnu eða einkalífinu.

Í öllum okkar býr heilmikill kraftur og við þurfum að þjálfa og styrkja hugarfarið rétt eins og aðra vöðva líkamans, og halda okkur í formi til þess að geta gefið okkar besta þegar á reynir.

“Stundum er það sem heldur aftur af þér allt í höfðinu á þér”.

  • Hestamennskan er í stöðugri framþróun og hjá Íslenskri reiðlist fær hinn almenni áhugasami hestamaður aðgang að fræðslu og námsefni á aðgengilegan hátt.
  • Bóklegt nám í hestamennsku í fjarkennslu.
  • Einkatímar og hópar
  • Þjálfun yfir lengri eða styttri tímabil
  • Aðstoð við keppni, undirbúning og þátttöku.

Þjónusta

Bóklegt nám um hestamennsku, reiðmennsku og þjálfun

Námskeið

Einkatímar/þjálfun

Kennslusýningar

Einstaklingsmiðuð kennsla fyrir knapa á öllum aldri og stigum hestamennskunnar.

Hinni er menntaður reiðkennari og þjálfari í hestamennsku og hefur starfað sem reiðkennari og tamningamaður um allan heim í yfir 20 ár. Hann hefur verið virkur keppnis- og sýningarknapi og unnið fjölda titla í íþróttinni gegnum árin og starfar nú hjá Landbúnaðarháskóla Íslands sem reiðkennari með umsjón á Reiðmanninum.

Reiðkennsla

Námskeið

Einkatímar

Ráðgjöf


Hafa samband

Hinrik Þór Sigurðsson -Íslensk reiðlist.
Erluhraun 13

220 Hafnarfjörður
+354-695 9770

Send Us a Message


Copyright Hinrik Þór Sigurðsson Hugarþjálfun – All rights reserved